Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grjóthrun á vegi er algengt um alla Vestfirði, þar sem malarvegir milli byggðarlaga liggja oft undir hömrum eða eftir bröttum fjallshlíðum.
Grjóthrun á vegi er algengt um alla Vestfirði, þar sem malarvegir milli byggðarlaga liggja oft undir hömrum eða eftir bröttum fjallshlíðum. Vísir/Þórir

Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni en talsvert hefur verið af tilkynningum um grjóthrun í og við fjalllendi á Vestfjörðum síðustu daga.

Vakin er sérstök athygli íbúa og gesta á þessari hættu sem getur verið fyrir hendi á sumum stöðum. Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að hætta geti verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×