Fótbolti

Svava skoraði tvö mörk í jafntefli | Sjáðu mörkin

Ísak Hallmundarson skrifar
Svava skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu í dag.
Svava skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu í dag. vísir/bára

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli Kristianstads gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Kristianstad lenti þrívegis undir í leiknum en náði alltaf að koma til baka. 1-0 undir jafnaði Svava metin á 18. mínútu og í stöðunni 2-1 fyrir Vittsjö skoraði Svava sitt annað mark, á 38. mínútu og jafnaði metin í 2-2. 

Vittsjö komst síðan í 3-2 undir lok fyrri hálfleiks og var staðan þannig í hálfleik. Á 58. mínútu fékk Clara Markstedt leikmaður Vittsjö rauða spjaldið, Vittsjö spilaði því manni færri það sem eftir lifði leiks. 

Therese Sessy Asland jafnaði metin á 87. mínútu fyrir Kristianstad og á 96. mínútu fiskaði Svava Rós vítaspyrnu. Hún fór hinsvegar ekki sjálf á punktinn heldur Therese Ivarsson, sem því miður klúðraði spyrnunni og niðurstaðan í leiknum 3-3 jafntefli. 

Þetta var fyrsta stig Kristianstad í sumar og er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar, en aðeins þrjár umferðir eru búnar. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.