Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2020 12:22 Le Boreal lagðist að Miðbakka í morgun. Vísir/Baldur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun. Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun.
Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels