Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2020 12:22 Le Boreal lagðist að Miðbakka í morgun. Vísir/Baldur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun. Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun.
Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira