Fótbolti

Kjartan Henry og félagar á leiðinni í úrvalsdeildina

Ísak Hallmundarson skrifar
Kjartan Henry í leik með Vejle.
Kjartan Henry í leik með Vejle. getty/Lars Ronbog

Kjartan Henry Finnbogason og liðsfélagar hans í Vejle í Danmörku munu að öllum líkindum leika í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. 

Liðið er á toppi 1. deildarinnar með níu stiga forskot á Viborg FF þegar níu stig eru eftir í pottinum. Vejle er hinsvegar með töluvert betri markatölu en Viborg, eða 13 mörkum meira í plús.

Vejle sigraði Vendsyssel á útivelli með tveimur mörkum gegn engu í dag. Á meðan gerði Viborg 2-2 jafntefli við BK Fremad Amager. Kjartan Henry lék fyrstu 77 mínúturnar fyrir Vejle í sigrinum í dag.

Kjartan gekk til liðs við Vejle í janúar 2019 en þá lék liðið í úrvalsdeildinni. Liðið féll síðan um deild en er nú eins og áður segir nánast öruggt um að vinna 1. deildina og fara upp aftur. Í 26 deildarleikjum fyrir Vejle hefur Kjartan skorað 18 mörk. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.