Fótbolti

Victor velur draumalið liðsfélaga og mótherja | Mbappé á bekknum

Ísak Hallmundarson skrifar
Victor í leik með Darmstadt.
Victor í leik með Darmstadt. getty/Sebastian Widmann

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi, var beðinn um að velja draumalið þeirra leikmanna sem hafa verið samherjar og mótherjar hans á ferlinum. 

Guðlaugur hefur spilað með liðum eins og New York Red Bulls, unglingaliði Liverpool og auðvitað íslenska landsliðinu, auk þess að hafa spilað í Hollandi, Danmörku og Sviss og er úrval valmöguleika því mikið.

Þarna er að finna stórstjörnur eins og David Beckham sem hann spilaði á móti í Bandaríkjunum, Eden Hazard sem hann spilaði gegn í leik Íslands og Belgíu og Thierry Henry sem var samherji hans hjá NY Red Bulls.

Athygli vekur að Kylian Mbappé er settur á bekkinn, auk Antoine Griezmann og Jordan Henderson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.