Innlent

Katrín með sprunginn lærlegg

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti við minningarathöfnina á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls en eins og sjá má styður hún sig nú við hækju vegna sprungu í lærlegg. Hún kom í ljós í gær eftir segulómskoðun en forsætisráðherra hefur nú kennt sér meins um þriggja vikna skeið.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti við minningarathöfnina á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls en eins og sjá má styður hún sig nú við hækju vegna sprungu í lærlegg. Hún kom í ljós í gær eftir segulómskoðun en forsætisráðherra hefur nú kennt sér meins um þriggja vikna skeið. Vísir/Berghildur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með sprunginn lærlegg eða fótbrotinn, eins og Fréttablaðið segir í frétt.

Vísir hefur sent beint frá minningarathöfn sem nú stendur yfir á Þingvöllum. Vakið hefur athygli að Katrín gengur við hækjur. Katrín segir, að sögn Fréttablaðisins, svo frá að hún hafi fundið fyrir verk í fæti frá því að hún fór út að hlaupa fyrir þremur vikum. Við segulómskoðun kom svo á daginn að hún var með sprungu í beini.

Þetta var í gær en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hún verið verkjuð í þrjár vikur. Ekki liggur fyrir hvernig brotið er til komið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.