Enski boltinn

Íslenski fáninn kominn upp á Goodison

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski fáninn í bakgrunni.
Íslenski fáninn í bakgrunni. vísir/getty

Það eru engir áhorfendur í enska boltanum, vegna kórónuveirufaraldursins, og því hafa ensku félögin þurft að leita ráða til að gera eitthvað við áhorfendastúkurnar.

Öll félögin hafa brugðið á það ráð að hafa sýndaráhorfendur í gegnum Zoom, eins og AGF byrjaði á í Danmörku, en einnig eru alls kyns fánar og annað í þeim dúr komið upp.

Everton hefur brugðið á það ráð að setja þjóðfána allra þeirra leikmanna sem spila með liðinu og þar var að sjálfsögðu íslenski fáninn eins og sjá má í færslu blaðamannsins Adam Jones á Liverpool Echo.

Gylfi Sigurðsson kom inn á sem varamaður í leiknum í gær, í fyrri hálfleik, en hann fékk meira lof fyrir frammistöðu sína í gær en gegn Tottenham fyrr í vikunni.

Everton er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.