Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 08:11 Varnarmálaráðherrann Esper staðfesti að upplýsingar um verðlaunafé hafi komið inn á hans borð. Getty/Alex Wong Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira