Erlent

Turn Notre Dame verður endur­reistur í upp­runa­legum stíl

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldur kviknaði í Notre Dame-dómkirkjunni þann 15. apríl á síðasta ári.
Eldur kviknaði í Notre Dame-dómkirkjunni þann 15. apríl á síðasta ári. Veronique de Viguerie/Getty

Turn Notre Dame-dómkirkjunnar í París, sem fór illa í bruna í apríl á síðasta ári, verður endurbyggður í sinni upprunalegu mynd.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um þetta í gær, en í Frakklandi höfðu skapast miklar umræður um hvort turninn yrði endurbyggður í nútímalegri stíl. Sjálfur hafði Macron ýjað að því að hann væri hlynntur því.

Macron sagðist þá vilja sjá verkinu lokið fyrir 2024, en þá verða Ólympíuleikarnir haldnir í París.

Í tilkynningu frá frönsku forsetahöllinni sagði að helsta kappsmál Macron þegar kæmi að endurbyggingu turnsins væri að forðast í lengstu lög að tefja framkvæmdir og flækja þær. Ganga þyrfti frá málinu eins fljótt og auðið er.

Þá kom fram í tilkynningunni að hönnun nútímalegri turns væri talin geta tafið framkvæmdir.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði ýjað að því að hann vildi sjá turninn endurbyggðan í nútímalegri stíl. Nú er ljóst að ekkert verður af því.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.