Fótbolti

Arnór Ingvi í úrslitaleik bikarsins í Svíþjóð

Ísak Hallmundarson skrifar
Arnór fagnar marki gegn FCK á síðasta tímabili.
Arnór fagnar marki gegn FCK á síðasta tímabili. getty/Lars Ronbog

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru komnir í úrslitaleik sænska bikarsins eftir sigur á Mjallby. Þar munu þeir mæta IFK Gautaborg.

Arnór var í byrjunarliðinu og spilaði 69 mínútur. Það var markalaust eftir 90 mínútna leik og því var farið í framlengingu, en ekki náðist að knýja fram úrslit í henni og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Malmö vann vítakeppnina 4-2 og fer því áfram í úrslit.

Úrslitaleikur Malmö og Gautaborgar fer fram þann 30. júlí næstkomandi. Það verður áhugavert að sjá hvort Arnóri takist að verða sænskur bikarmeistari, en á dögunum urðu Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson danskir bikarmeistarar með SönderjyskE. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.