Innlent

Há­lendis­leiðin um Sprengi­sand opnuð í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Sprengisandsleið.
Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm

Hálendisleiðin um Sprengisand opnaðist í dag, en þetta er hálfum mánuði seinna en í fyrra sem þessi drottning íslenskra fjallvega verður fær. Það er þó aðeins sá hluti Sprengisandsleiðar sem liggur um Bárðardal sem nú er opinn en Eyjafjarðarleið og Skagafjarðarleið upp á Sprengisand eru áfram lokaðar.

Þá eru Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls einnig ófærar. Aðrir helstu fjallvegir landsins eru orðnir færir, þar á meðal báðar Fjallabaksleiðir, Landmannaleið, Kjalvegur, Kaldidalur og Öskjuleið en tekið skal fram að hálendisvegir eru almennt aðeins færir jeppum.

Í fyrrasumar opnuðu hálendisvegir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.