Innlent

Há­lendis­leiðin um Sprengi­sand opnuð í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Sprengisandsleið.
Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm

Hálendisleiðin um Sprengisand opnaðist í dag, en þetta er hálfum mánuði seinna en í fyrra sem þessi drottning íslenskra fjallvega verður fær. Það er þó aðeins sá hluti Sprengisandsleiðar sem liggur um Bárðardal sem nú er opinn en Eyjafjarðarleið og Skagafjarðarleið upp á Sprengisand eru áfram lokaðar.

Þá eru Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls einnig ófærar. Aðrir helstu fjallvegir landsins eru orðnir færir, þar á meðal báðar Fjallabaksleiðir, Landmannaleið, Kjalvegur, Kaldidalur og Öskjuleið en tekið skal fram að hálendisvegir eru almennt aðeins færir jeppum.

Í fyrrasumar opnuðu hálendisvegir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir í byrjun júlímánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.