Lífið

Bobby tók heimili foreldra sinna í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bobby Berk er algjör snillingur í innanhúshönnun.
Bobby Berk er algjör snillingur í innanhúshönnun.

Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp.

Í þáttunum sér Bobby Berk alfarið um að taka heimilið í gegn og innrétta það alveg frá a-ö upp á nýtt.

Þættirnir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix eftir að þættirnir endurvaktir af Netflix árið 2018, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir.

Bobby Berk tók heimili foreldra sinna í Mount Vernon í Missouri í gegn fyrr á þessu ári og sýnir frá því á YouTube-rás sinni.

Berk hefur mikla hæfileika í innanhúshönnun og gerir ávallt vel fyrir þá einstaklinga sem fjallar er um í þáttunum Queer Eye. Hann stóð sig því vægast sagt vel í því að endurhanna heimili foreldra sinna eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.