„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 22:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira