Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 21:00 Breki Einarsson er í námi í arkitektúr við Academy of Arts University í San Fransisco en hann er þar á fótboltastyrk. Óvíst er hvort hann fái að fara aftur til Bandaríkjanna í haust. Stöð 2 Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00