Innlent

Tveir menn féllu 3,5 metra af vinnu­palli

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði lögreglunnar í Grindavík.
Húsnæði lögreglunnar í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Vinnuslys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu á jörðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en ekki er nánar til tekið hvar í umdæminu slysið átti sér stað. Segir að um hafi verið að ræða 3,5 metra fall.

„Annar þeirra fékk högg á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn slapp án meiðsla,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.