Innlent

Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt

Andri Eysteinsson skrifar
Einstaklingurinn var því ekki smitandi um borð í Norrænu.
Einstaklingurinn var því ekki smitandi um borð í Norrænu. Vísir/Jóhann K.

Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands.

Sjá einnig: Tveir í einangrun eftir komuna til Seyðisfjarðar

Nú hefur lögreglan á Austurlandi staðfest að hitt smitið hafi verið gamalt og var viðkomandi aðili því ekki smitandi á meðan að á för hans með Norrænu stóð. Sýnið var tekið um borð í Norrænu en fór til frekari greiningar hjá Íslenskri erfðagreiningu sem nú hefur hætt samstarfi við yfirvöld um aðkomu að skimun.

Eftir að þetta var staðfest varð ljóst að enginn er með virkt kórónuveirusmit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn á Austurlandi hrósar einnig íbúum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum á svæðinu fyrir sýnda ábyrgð vegna faraldursins. „Viðbrögð hafa í öllum tilvikum verið til fyrirmyndar og borið þess merki að allir vilji gera þetta vel og gera þetta rétt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×