Griezmann minnti á sig með gulli af marki í öruggum sigri | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 17:00 Langri bið Antoines Griezmann eftir marki lauk í gær. getty/David Aliaga Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira