Fótbolti

Griezmann minnti á sig með gulli af marki í öruggum sigri | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Langri bið Antoines Griezmann eftir marki lauk í gær.
Langri bið Antoines Griezmann eftir marki lauk í gær. getty/David Aliaga

Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn.

Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe.

Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark.

Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði.

Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins.

Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.