Fótbolti

Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á

Ísak Hallmundarson skrifar

Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 

Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Bologna á 88. mínútu en Andri er einungis 18 ára gamall og leikur með U19 landsliði Íslands.

Mörkin í leiknum ásamt helstu atvikum má sjá hér efst í fréttinni og þá sést einnig þegar Andri kom inn á völlinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.