Innlent

Þrír reyndust smitaðir á landamærunum

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands í gær skilaði þeim niðurstöðum að þrír sem komu til landsins hafi verið smitaðir af veirunni. Mótefni hafa þegar mælst í sýnum eins þeirra smituðu en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í hinum sýnunum tveimur.

Alls eru nú sextán með veirusmit og í einangrun og 274 eru í sóttkví. Alls hafa 1.863 smit greinst hér á landi frá 28. febrúar.

1.749 sýni voru tekin á landamærunum í gær og 151 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Enn er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar í einu sýni sem tekið var fyrir tveimur dögum. Fimm greindust smitaðir af veirunni og hafa fjögur sýnanna reynst með mótefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.