Fótbolti

2. deild: Fjarðabyggð skoraði sex gegn Víði

Ísak Hallmundarson skrifar
Fjarðabyggð er í 3. sæti deildarinnar.
Fjarðabyggð er í 3. sæti deildarinnar. mynd/heimasíða kff

Fjarðabyggð tók á móti Víði í síðasta leik þriðju umferðar í 2. deild karla í fótbolta. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 13:00.

Heimamenn stjórnuðu umferðinni frá upphafi til enda. Þeir skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn engu hjá Víði. Víðir náðu að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en Austfirðingar bættu þá við tveimur mörkum í viðbót og unnu sannfærandi 6-1 sigur. 

Fjarðabyggð fer upp í þriðja sæti með sex stig en Víðir er með þrjú stig í níunda sæti þegar þrjár umferðir hafa verið spilaðar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.