Á­­fram heldur Ramos að skora og Real að vinna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos fagnar sigurmarkinu.
Ramos fagnar sigurmarkinu. vísir/getty

Real Madrid er með sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Athletic Bilbao í dag.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Sergio Ramos á 73. mínútu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Marcelo.

Þetta er tíunda mark Ramos á leiktíðinni en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö leikjum.

Real Madrid hefur unnið alla sína sjö leiki eftir kórónuveiruhléið og er með sjö stiga forskot á Barcelona sem leikur gegn Villareal síðar í dag.

Madrídingar eiga fjóra leiki eftir og Barcelona fimm.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.