Ríkisstjórn Frakklands hættir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 08:17 Emmanuel Macron Frakklandsforseti í forgrunni og Edouard Philippe fráfarandi forsætisráðherra strýkur í gegnum skeggið. AP/Christian Hartmann Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins. Líklegt er talið að hann muni áfram gegna embættinu þangað til eftirmenn ráðherrana hafa verið skipaðir. Engin ástæða er gefin fyrir afsögn ráðherranna í orðsendingu forsetahallarinnar en undanfarnar vikur hefur verið hvíslað um væntanlega uppstokkun í frönsku ríkisstjórninni. Emmanuel Macron, sem féllst á starfslok ráðherranna, er sagður vilja styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar sem fram fara í Frakklandi eftir tvö ár. Vinsældir hans og fráfarandi ríkisstjórnar hafa dvínað að undanförnu, ef frá er talinn stuðningur við fyrrnefndan Philippe sem var talinn hafa styrkt stöðu sína eftir framgöngu hans í kórónuveirumálum. Það kom þó ekki í veg fyrir afhroð fyrir flokk Frakklandsforseta í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru um síðustu helgi. Þar sópuðu græningjar til sín fylgi og er Macron sagður óttast að niðurstöðurnar kunni að gefa vísbendingu um niðurstöðurnar árið 2022. Frakklandsforseti og ríkisstjórnin hafa sætt aukinni gagnrýni vegna sleifarlags í loftslagsmálum. Frakklandsforseti hafi því viljað skipta út ríkisstjórn sinni og „byrja með hreint borð“ við endurreisn fransks efnahags eftir faraldurinn, sem Macron vonar að muni auka vinsældir hans þegar fram í sækir. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins. Líklegt er talið að hann muni áfram gegna embættinu þangað til eftirmenn ráðherrana hafa verið skipaðir. Engin ástæða er gefin fyrir afsögn ráðherranna í orðsendingu forsetahallarinnar en undanfarnar vikur hefur verið hvíslað um væntanlega uppstokkun í frönsku ríkisstjórninni. Emmanuel Macron, sem féllst á starfslok ráðherranna, er sagður vilja styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar sem fram fara í Frakklandi eftir tvö ár. Vinsældir hans og fráfarandi ríkisstjórnar hafa dvínað að undanförnu, ef frá er talinn stuðningur við fyrrnefndan Philippe sem var talinn hafa styrkt stöðu sína eftir framgöngu hans í kórónuveirumálum. Það kom þó ekki í veg fyrir afhroð fyrir flokk Frakklandsforseta í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru um síðustu helgi. Þar sópuðu græningjar til sín fylgi og er Macron sagður óttast að niðurstöðurnar kunni að gefa vísbendingu um niðurstöðurnar árið 2022. Frakklandsforseti og ríkisstjórnin hafa sætt aukinni gagnrýni vegna sleifarlags í loftslagsmálum. Frakklandsforseti hafi því viljað skipta út ríkisstjórn sinni og „byrja með hreint borð“ við endurreisn fransks efnahags eftir faraldurinn, sem Macron vonar að muni auka vinsældir hans þegar fram í sækir.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira