Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 21:12 Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38. Hann fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri í haust. Samsett Tvítugur piltur sem dúxaði við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra var synjað um inngöngu í viðskiptafræðinám við Háskólann á Akureyri í haust. Hann segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið, skilyrði sem honum bauðst ekki að uppfylla sökum takmarkaðs námsframboðs í framhaldsskólanum. Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38 og varð þar með dúx árgangsins. Davíð tók sér ársfrí frá námi eftir útskrift og sótti svo um að hefja nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í haust. Í fyrradag barst svo svar við umsókninni og var honum synjað um skólavist, líkt og áður segir. Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki órað fyrir því að umsókn hans yrði afgreidd á þennan hátt. „Ég er búinn að vera að hringja fram og til baka og það eina sem þau segja marktækt er að þeim þykir þetta mjög leitt og benda svo alltaf á ríkið, að það vanti aukið fjármagn.“ Óréttlát afgreiðsla 309 sóttu um nám í viðskiptafræði við HA. 120 áttu upphaflega að fá inngöngu en 30 plássum var svo bætt við þegar menntamálaráðuneytið gaf það út í júní að tryggt yrði fjármagn til framhalds- og háskóla til að mæta aukinni aðsókn. Davíð segir að í samtölum sínum við starfsmenn háskólans hafi hann fengið þær upplýsingar að af þessum 309 sem sóttu um væru 250 með stúdentspróf. „Og það eru reglur um það að þeir sem eru með stúdentspróf gangi alltaf fyrir. Þannig að í raun eru þetta hundrað manns með stúdentspróf sem er hafnað en 150 samþykktir. Ég með þessa einkunn, og 99,93 prósent mætingu, mér er hafnað.“ Í svari HA við umsókn Davíðs eru jafnframt tilgreindar þrjár ástæður sem gætu verið fyrir synjun: Umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrði Staðfest afrit af námsferli/stúdentsprófi/prófskírteini barst ekki í tæka tíð Forgangsraða þurfti umsóknum vegna mikillar aðsóknar og umsóknin ekki uppfyllt nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar Davíð uppfyllir inntökuskilyrði þar sem hann er með stúdentspróf og þá barst prófskírteini hans í tæka tíð. Synjun umsóknar hans virðist því á grundvelli þriðju ástæðunnar. „Mín gagnrýni er aðallega sú að þeir eru ekki að forgangsraða þessu rétt. Segjum sem svo að það sé nemandi sem útskrifast úr VMA og hann kannski tekur tvo viðskiptafræðiáfanga en er rétt að slefa með sexu eða sjöu í einkunn, þá er hann kominn fram fyrir mig þó að ég sé með fullkomna mætingu og mjög góða einkunn. Þetta finnst mér bara óréttlátt,“ segir Davíð. „Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera“ Í þessu samhengi vísar hann í inntökuskilyrði háskólans. Þar kemur fram að ef umsækjendur sem eru með stúdentspróf eða sambærilegt próf eru fleiri en þau pláss sem í boði eru, skal forgangsraða nemendum eftir ákveðnum skilyrðum. Þannig er horft til framhaldsskólaeininga í stærðfræði, ensku og viðskiptafræði. Davíð segist hafa tekið eins marga stærðfræði- og enskuáfanga og í boði voru í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þannig var hann til að mynda tíu einingum yfir viðmiðinu í stærðfræði. Engir viðskiptafræðiáfangar standa hins vegar nemendum framhaldsskólans til boða og Davíð stóð þess vegna sjálfkrafa höllum fæti í þeim efnum. Þá tekur háskólinn einnig til greina ferilskrá og kynningarbréf, sem Davíð kveðst hafa skilað inn hvoru um sig og fengið fullt fyrir. „Ég er mjög fúll út í skólann. Ég er búinn að vera í sambandi við fólk sem er eitthvað að reyna að gera í þessu fyrir mig en maður veit auðvitað ekkert. Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.“ Davíð segist ekki una þessari niðurstöðu. Hann hyggst ráðfæra sig við menntamálaráðuneytið og vonast til að hægt verði að kæra niðurstöðuna þangað. „Ég vildi koma fram þessari gagnrýni því þetta er ekki réttlátt fyrir þá sem eru að standa sig frábærlega í námi, eru með fullkomna mætingu, að aðrir séu teknir fram fyrir. Það er ekki réttlátt.“ Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Tvítugur piltur sem dúxaði við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra var synjað um inngöngu í viðskiptafræðinám við Háskólann á Akureyri í haust. Hann segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið, skilyrði sem honum bauðst ekki að uppfylla sökum takmarkaðs námsframboðs í framhaldsskólanum. Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38 og varð þar með dúx árgangsins. Davíð tók sér ársfrí frá námi eftir útskrift og sótti svo um að hefja nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í haust. Í fyrradag barst svo svar við umsókninni og var honum synjað um skólavist, líkt og áður segir. Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki órað fyrir því að umsókn hans yrði afgreidd á þennan hátt. „Ég er búinn að vera að hringja fram og til baka og það eina sem þau segja marktækt er að þeim þykir þetta mjög leitt og benda svo alltaf á ríkið, að það vanti aukið fjármagn.“ Óréttlát afgreiðsla 309 sóttu um nám í viðskiptafræði við HA. 120 áttu upphaflega að fá inngöngu en 30 plássum var svo bætt við þegar menntamálaráðuneytið gaf það út í júní að tryggt yrði fjármagn til framhalds- og háskóla til að mæta aukinni aðsókn. Davíð segir að í samtölum sínum við starfsmenn háskólans hafi hann fengið þær upplýsingar að af þessum 309 sem sóttu um væru 250 með stúdentspróf. „Og það eru reglur um það að þeir sem eru með stúdentspróf gangi alltaf fyrir. Þannig að í raun eru þetta hundrað manns með stúdentspróf sem er hafnað en 150 samþykktir. Ég með þessa einkunn, og 99,93 prósent mætingu, mér er hafnað.“ Í svari HA við umsókn Davíðs eru jafnframt tilgreindar þrjár ástæður sem gætu verið fyrir synjun: Umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrði Staðfest afrit af námsferli/stúdentsprófi/prófskírteini barst ekki í tæka tíð Forgangsraða þurfti umsóknum vegna mikillar aðsóknar og umsóknin ekki uppfyllt nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar Davíð uppfyllir inntökuskilyrði þar sem hann er með stúdentspróf og þá barst prófskírteini hans í tæka tíð. Synjun umsóknar hans virðist því á grundvelli þriðju ástæðunnar. „Mín gagnrýni er aðallega sú að þeir eru ekki að forgangsraða þessu rétt. Segjum sem svo að það sé nemandi sem útskrifast úr VMA og hann kannski tekur tvo viðskiptafræðiáfanga en er rétt að slefa með sexu eða sjöu í einkunn, þá er hann kominn fram fyrir mig þó að ég sé með fullkomna mætingu og mjög góða einkunn. Þetta finnst mér bara óréttlátt,“ segir Davíð. „Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera“ Í þessu samhengi vísar hann í inntökuskilyrði háskólans. Þar kemur fram að ef umsækjendur sem eru með stúdentspróf eða sambærilegt próf eru fleiri en þau pláss sem í boði eru, skal forgangsraða nemendum eftir ákveðnum skilyrðum. Þannig er horft til framhaldsskólaeininga í stærðfræði, ensku og viðskiptafræði. Davíð segist hafa tekið eins marga stærðfræði- og enskuáfanga og í boði voru í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þannig var hann til að mynda tíu einingum yfir viðmiðinu í stærðfræði. Engir viðskiptafræðiáfangar standa hins vegar nemendum framhaldsskólans til boða og Davíð stóð þess vegna sjálfkrafa höllum fæti í þeim efnum. Þá tekur háskólinn einnig til greina ferilskrá og kynningarbréf, sem Davíð kveðst hafa skilað inn hvoru um sig og fengið fullt fyrir. „Ég er mjög fúll út í skólann. Ég er búinn að vera í sambandi við fólk sem er eitthvað að reyna að gera í þessu fyrir mig en maður veit auðvitað ekkert. Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.“ Davíð segist ekki una þessari niðurstöðu. Hann hyggst ráðfæra sig við menntamálaráðuneytið og vonast til að hægt verði að kæra niðurstöðuna þangað. „Ég vildi koma fram þessari gagnrýni því þetta er ekki réttlátt fyrir þá sem eru að standa sig frábærlega í námi, eru með fullkomna mætingu, að aðrir séu teknir fram fyrir. Það er ekki réttlátt.“
Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira