Guðni vísar því til föðurhúsanna að finna megi „hálf-fasísk“ skilaboð í myndbandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 19:55 Guðni Bergsson fyrir kappræðurnar í gær. vísir/vilhelm Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“ Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“
Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30
Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17