Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 21:00 Frá undirritun viljayfirlýsingar. AKRANESKAUPSTAÐUR Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum. Akranes Nýsköpun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum.
Akranes Nýsköpun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira