Innlent

Fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stálplötur lentu ofan á fæti hins slasaða.
Stálplötur lentu ofan á fæti hins slasaða. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl eftir vinnuslys í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag. Sá sem slasaðist fékk stálplötur ofan á annan fótinn á sér, að því er segir í dagbók lögreglu. Ekki er frekar greint frá líðan hins slasaða.

Þá var skjólveggur ekinn niður við heimahús í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan eitt. Á þriðja tímanum varð óhapp á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum í Reykjavík en ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í miðbænum, annað innbrot í heimahúsi í vesturbæ og um þrjúleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun í Smáralind.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.