Lífið

Feðgar í aðalhlutverki hvor í sinni myndinni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Þórhallur Sigurðsson og sonur hans, Þórhallur Þórhallsson, leika aðalhlutverk  í myndum sem sýndar eru í Smárabíó. 
Þórhallur Sigurðsson og sonur hans, Þórhallur Þórhallsson, leika aðalhlutverk  í myndum sem sýndar eru í Smárabíó.  Myndir af vef Smárabíó

Á veggjum Smáralindar má sjá auglýsingar fyrir tvær kvikmyndir, Amma Hófi og Mentor. Ekki er laust við að það sjáist svipur með karlleikurum myndanna enda er hér um feðga að ræða. 

Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og flestir kalla hann, leikur eitt aðalhlutverka í myndinni Amma Hófi sem frumsýnd verður 10. júlí næstkomandi. Sonur hans, Þórhallur Þórhallsson, fer svo með annað aðalhlutverka í myndinni Mentor, sem nú er í sýningum bíóhúsa.

Það er lítið um nýjar myndir í bíó þessa dagana svo að það mætti segja það nokkuð sérstakt að aðalleikarar þessara tveggja mynda séu feðgar. Athygli vekur að þeir feðgar með nokkuð líkan svip á þessum myndum, kómískt glott út í annað. 

Stiklur úr myndum feðganna má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×