Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 12:17 Norræna lagðist við bryggju fyrr í dag, nokkuð á eftir áætlun. Vísir/Jóhann K. Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti. Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti.
Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira