Fótbolti

BBC bannar sérfræðingum að bera „Black Lives Matter“ merki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Öll lið ensku úrvalsdeildarinnar bera svona merki á treyjum sínum.
Öll lið ensku úrvalsdeildarinnar bera svona merki á treyjum sínum. vísir/getty

BBC hefur bannað sérfræðingum sínum sem og gestum að bera „Black Lives Matter“ merki í útsendingum sínum en þetta hefur Daily Telegrpah eftir heimildum sínum.

Hvorki Alan Shearer né Micah Richard báru „Black Lives Matter“ merki í Match of the Day á sunnudaginn en hinar tvær sjónvarpsstöðvarnar á Englandi sem sýna enska boltann, BT og Sky Sports, hafa ekki sett neinar reglur.

Þar fá spekingarnir að ráða hvort að þeir fái að bera merkið. Patrice Evra var til að mynda ekki með merkið í útsendingu á þriðjudaginn en Ashley Cole bar merkið í gær.

Enska úrvalsdeildin hefur lagt átakinu lið en öll tuttugu félögin í ensku úrvalsdeildinni eru með „Black Lives Matter“ merki á treyjum sínum. Þau hafa einnig „tekið hné“ (e. take knee) fyrir leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.