Innlent

Gullinbrú malbikuð aftur á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gullinbrú í Grafarvogi.
Gullinbrú í Grafarvogi. Vegagerðin

Gullinbrú í Grafarvogi verður malbikuð að nýju síðdegis á morgun. Vegkaflinn var fræstur á mánudag þar sem nýlagt malbik á veginum stóðst ekki staðla um viðnám. Fleiri veghlutar á höfuðborgarsvæðinu verða einnig malbikaðir á næstu dögum af sömu sökum. Mikil umræða hefur skapast um hálku á nýlögðum vegköflum eftir að banaslys varð á Vesturlandsvegi á sunnudag.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þegar hafi verið ráðist í „hálkuverjandi aðgerðir“ á Vesturlandsvegi um Kjalarnes, þar sem slysið varð á sunnudag. Malbikið var hitað upp og í það dreift salla. Mælingar eru nú sagðar sýna að viðnámið á vegkaflanum sé viðunandi. Til stendur að malbika veginn að nýju á mánudag og verður hann undir sérstöku eftirliti þangað til.

Viðnámi er einnig ábótavant á öðrum vegum. Þannig verða vegkaflar við Sæbraut nærri Laugarásbíói, á Bústaðavegi við Veðurstofu Íslands og Reykjanesbraut við Vífilsstaði fræstir á morgun og malbikaðir við fyrsta tækifæri, að sögn Vegagerðarinnar. 

Hér að neðan má sjá myndir frá Vegagerðinni þar sem umræddir vegkaflar eru merktir inn á kort.

Sæbraut við Laugarásbíó.Vegagerðin
Reykjanesbraut við Vífilsstaði.Vegagerðin
Bústaðavegur við Veðurstofu Íslands.

Tengdar fréttir

Nöfn hinna látnu á Kjalarnesi

Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag hét Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.