Útlit fyrir að Rússar samþykki stjórnarskrárbreytingar Þórgnýr Einar Albertsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. júlí 2020 19:00 Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti. Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti.
Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09
Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04