Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ríflega þrjátíu mál voru afgreidd á Alþingi í gær á síðasta degi þingfunda fyrir sumarfrí. Samgönguáætlun og bann við einnota plastvörum voru meðal samþykktra mála en nánar verður fjallað um lok hins óvenjulega þingvetrar í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum rýnum við líka í stöðuna hjá Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, en fyrirtækið nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ÍSAL fyrir þessi mánaðarmót eins og stefnt var að. Meðal möguleika sem eru til skoðunar er að loka álverinu.

Þá sýnum við frá samstöðumótmælum bifhjólamanna við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag en þar kom á þriðja hundrað manns saman til að krefjast bættra vega.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×