Innlent

Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns

Andri Eysteinsson skrifar
Maðurinn reyndi að fara með efnin í gegnum Keflavíkurflugvöll.
Maðurinn reyndi að fara með efnin í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum.

Maðurinn var stöðvaður í tollinum og lét hann ófriðlega við afskipti tollvarða og lögreglu. Pakkning af metamfetamíni fannst vafin föst við maga mannsins sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald að skýrslutöku lokinni.

Rannsókn málsins snýst nú að brotum á lögum um ávana- og fíkniefni, brot á lyfjalögum og peningaþvætti.

Maðurinn hefur áður komið til sögu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá fundust fíkniefni við húsleit hjá honum, auk vopna, kylfu og rafbyssu. Þá fann lögregla einnig tvær milljónir króna í íslenskri og erlendri mynt sem talin er vera ágóði af fíkniefnasölu. Einnig fundust níu lítrar af landa á heimili mannsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.