Innlent

Eitt nýtt smit greindist síðdegis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls eru tólf virk smit á landinu og 443 í sóttkví samkvæmt tölum á Covid.is
Alls eru tólf virk smit á landinu og 443 í sóttkví samkvæmt tölum á Covid.is Vísir/Vilhelm

Eitt kórónuveirusmit greindist síðdegis í dag og er talið líklegt að það tengist hópsmiti sem kom upp vegna knattspyrnukonu sem kom til landsins frá Bandaríkjunum á dögunum.

Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem hann sagði tilfellið hafa greinst seinnipartinn, eftir að upplýsingafundur almannavarna í dag.

Fjórir einstaklingar höfðu greinst smitaðir í tengslum við umrætt hópslys og fjölmargir eru í sóttkví. Aðspurður um hvort að smitið nú síðdegis tengist hópsmitinu sagði Þórólfur það vera til skoðunar, en það væri líklegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×