Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 19:13 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku er sá mannskæðasti í mörg ár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala. Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala.
Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira