Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Beðið verður með frekari afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir að nýtt innanlandssmit greindist í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að fólk hafi slakað of mikið á sóttvörnum. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví og voru nokkrir komnir til útlanda þegar þeir fengu símtal um að eiga að fara í sóttkví. Fjallað verður nánar um stöðuna hvað varðar kórónuveiruna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum rýnum við líka í stöðuna varðandi framtíð Icelandair og ræðum við núverandi og fyrrverandi forstjóra félagsins.

Þá skoðum við eftirmála brunans sem varð á Bræðraborgarstíg fyrir helgi og ræðum við forstjóra Vegagerðarinnar vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi í gær.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×