Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Beðið verður með frekari afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir að nýtt innanlandssmit greindist í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að fólk hafi slakað of mikið á sóttvörnum. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví og voru nokkrir komnir til útlanda þegar þeir fengu símtal um að eiga að fara í sóttkví. Fjallað verður nánar um stöðuna hvað varðar kórónuveiruna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum rýnum við líka í stöðuna varðandi framtíð Icelandair og ræðum við núverandi og fyrrverandi forstjóra félagsins.

Þá skoðum við eftirmála brunans sem varð á Bræðraborgarstíg fyrir helgi og ræðum við forstjóra Vegagerðarinnar vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi í gær.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.