Tilraunir á 737 MAX sagðar hefjast á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 14:19 Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar um heim allan í fyrra. EPA/Gary He Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti. Boeing Bandaríkin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti.
Boeing Bandaríkin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira