Tilraunir á 737 MAX sagðar hefjast á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 14:19 Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar um heim allan í fyrra. EPA/Gary He Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti. Boeing Bandaríkin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti.
Boeing Bandaríkin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira