Innlent

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bráðabirgða slökkvistöð í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls vegna Covid-19.
Bráðabirgða slökkvistöð í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins undanfarin ár unnið að hugmyndum með fjármála- og dómsmálaráðuneytinu um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins.

FSR hefur í nokkurn tíma unnið að verkefninu en upphaflega átti einungis að finna hentugt húsnæði fyrir löggæsluaðila. Verkefnið hefur síðan stækkað og er nú stefnt að því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, tollgæslan, slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan 112 deili húsnæði.

Fyrr á þessu ári var settur aukinn þungi í verkefnið „enda hefur mikið mætt á viðbragðsaðilum það sem af er árinu 2020 og þörfin fyrir hentugt og nútímalegt húsnæði varð ljós,“ segir á vef FSR. Með sameiginlegu húsnæði veðri unnt að auka samstarf viðbragðsaðila auk þess sem samnýting rýma verði umtalsverð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.