„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 23:25 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Grand hótel í kvöld. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira