Innlent

Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu

Atli Ísleifsson skrifar
Potturinn verður tvöfaldur að viku liðinni.
Potturinn verður tvöfaldur að viku liðinni. Vísir/Vilhelm

Enginn var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. 

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að þrír hafi skipt með sér bónusvinningnum og hljóta þeir tæpar 130 þúsund krónur hver. 

„Tveir miðanna eru í áskrift og þriðji miðinn var keyptur í Euro Market á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi.

Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir i Lukku Láka í Þverholti 2 í Mosfellsbæ, Loppu á Búðarvegi 60 á Fáskrúðsfirði, einn í Lottó-appinu og tveir miðanna voru í áskrift.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×