Innlent

Kjör­stað í Gríms­ey lokað fyrir klukkan eitt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Grímseyjarhöfn
Frá Grímseyjarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Helmingur þeirra sem skráðir eru til lögheimilis í Grímsey hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram í dag. 52 eru á kjörskrá og fækkaði þeim um einn frá því í síðustu forsetakosningum. Allir sem voru staddir í eyjunni höfðu greitt atkvæði klukkan 12:40 og var kjörstað því lokað fyrir klukkan eitt.

Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppsstjóri, sem haldið hefur utan um kosningarnar í Grímsey frá árinu 1969 segir það alltaf gerast að kjörstað sé lokað fyrr. „Það gerist alltaf því við höfum haft það þannig að ef einhver er ekki kominn hingað þá hringjum við og biðjum hann að koma,“ segir Bjarni.

Helmingur íbúa eyjarinnar voru staddir í eyjunni í dag og var því kjörsókn á staðnum 50 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.