Húsið sem brann hefur ítrekað ratað í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 17:40 Frá vettvangi brunans í dag. Vísir/vilhelm Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21
Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42
Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28