Hallgrímur mögulega með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:50 Hallgrímur mun að öllum líkindum ekki spila meira með KA á þessu ári. Vísir/Kaffið Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011. Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011.
Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00