Bíó og sjónvarp

Eurovision-mynd Will Ferrell fær falleinkunn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision.
Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision. AIDAN MONAGHAN/NETFLIX

Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams fara með hlutverk Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir fær ekki góða dóma hjá gagnrýnanda The Guardian.

Kvikmyndin verður frumsýnd á Netflix á morgun en hún fær aðeins tvær stjörnur hjá miðlinum.

Þar er sagt að myndin sé skrýtin, hitti alls ekki í mark og algjörlega tilgangslaus.

Gagnrýnandi Variety lýsir kvikmyndinni eins og einu mjög löngu atriði í gamanþáttunum Saturday Night Live og þessi eini brandari standi yfir í um tvær klukkustundir. Gagnrýnandi Indiewire gefur kvikmyndinni C í einkunn og er ekki hrifinn.

Gagnrýnandi The Sunday Times er ívíð jákvæðari og gefur Eurovision-mynd Will Ferrell fjórar stjörnur.

Fjölmargir Íslendingar leika einnig í kvikmyndinni og má þar meðal annars nefna þau: Jóhannes Hauk, Ólaf Darra, Nínu Dögg, Björn Hlyn, Jói Jóhannsson og fleiri.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.