Erlent

Eiffel-turninn opnaður á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Smíði turnsins kláraðist 1889 og sækja um sjö milljónir ferðamanna turninn heim á ári.
Smíði turnsins kláraðist 1889 og sækja um sjö milljónir ferðamanna turninn heim á ári. Getty

Eiffel-turninn í París verður opnaður á ný í dag eftir að hafa verið lokaður í meira en þrjá mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Þeir sem heimsækja turninn þurfa þó að reima á sig íþróttaskóna og þramma stigana því lyftan verður enn um sinn lokuð til að stemma stigu við frekari útbreiðslu covid-19. Þá verður gestafjöldi takmarkaður og skylda fyrir alla eldri en ellefu ára að bera grímu.

Sömuleiðis verður gestum óheimilt að fara ofar en á aðra hæð turnsins.

Smíði turnsins kláraðist 1889 og sækja um sjö milljónir ferðamanna turninn heim á ári. Um þrír af hverjum fjórum gestum koma erlendis frá.

Frá Parísarborg hafa svo einnig borist þær fréttir að Louvre-safnið opni að nýju 6. júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×