Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:21 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/vilhelm Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Meðal annars byggir starfsleyfið á lögum sem ekki eru í gildi, það er að segja hafa verið felld niður. Þá hefur Creditinfo haft hag af því að brotið sé á starfsleyfinu. Síðan þarf meintur skuldari að færa sönnur á skuldleysi sitt sem felur í sér öfugri sönnunarbyrði sem ekki samræmist meginstefnu neytendalaga.“ Málafjöldi Persónuverndar hljóti að vekja upp spurningar Neytendasamtökin telja mun eðlilegra að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og skrá yfir þær væri á höndum hins opinbera. „En ef við ætlum að fela þessa vinnslu einkafyrirtæki þá verður að gera mjög ríkar kröfur til þess og slíkt fyrirtæki þarf að sýna mikla ábyrgð í sinni starfsemi og því miður, ef við lítum á málafjölda hjá Persónuvernd varðandi Creditinfo - sem er í rauninni eina fyrirtækið sem stundar þessa starfsemi hér á landi - ef við horfum á málafjöldann þá er hann slíkur að það hlýtur að vekja upp spurningar um hvort fyrirtækinu sé hreint og beint treystandi til að stunda þessa starfsemi.“ Hefur fólk leitað mikið til ykkar hjá Neytendasamtökunum sem telja á sér brotið vegna Creditinfo? „Já, í tengslum við smálánamálin sem hafa mikið komið inn á borð til okkar. Það hefur komið upp mikill fjöldi mála, mýmörg mál, sem varða brot Creditinfo á starfsleyfi sínu. Við höfum bæði kvartað til Persónuverndar varðandi þau og núna í kjölfarið sendum við umsögn um starfsleyfið í heild sinni til Persónuverndar og vonum að það komi nú til alvarlegrar skoðunar.“ Breki segir ábyrgð Persónuverndar í málinu vera mikla. Hún eigi að sjá til þess að staðið sé vörð um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar borgaranna. „Samkvæmt persónuverndarlögum þá er vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga óheimil nema með starfsleyfi sem Persónuvernd gefur út og það er þá náttúrulega á herðum Persónuverndar að sjá til þess að starfsleyfið sé þannig úr garði gert að neytendur séu varðir og að fyrirtækið fari þá eftir þeim kröfum sem til þess er gert.“ Breki vill að lokum vekja fólk til umhugsunar. „Við viljum að fólk velti því fyrir sér að í hvert skipti sem það tekur lán eða sækir um fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum, bönkum, lífeyrissjóðum og tryggingum jafnvel, þá er þeim flett upp hjá einkafyrirtæki. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira