Orðlaus eftir að kjarasamningur var dæmdur í gildi þótt fleiri hafi sagt nei en já Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 13:00 Skrifað var undir samninginn í apríl en félagsmenn töldu sig hafa fellt hann skömu síðar. Annað kom á daginn. Unsplash/Scott Graham. Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023. Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023.
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira