Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Vilhelm Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55