Erlent

Hörð viður­lög við að skemma styttur

Atli Ísleifsson skrifar
Stytta af spænska landkönnuðinum Juan Ponce De Leon í Bayfront Park í Miami í Bandaríkjunum.
Stytta af spænska landkönnuðinum Juan Ponce De Leon í Bayfront Park í Miami í Bandaríkjunum. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Trump segir frá þessu á Twitter-síðu sinni. „Ég hef gefið alríkisstjórninni skipun um að handtaka þá sem skemma styttur eða minnismerki, sem eru í alríkiseigu, og eigi þeir að eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm,“ segir forsetinn og vísar í löggjöf um varðveislu minnisvarða um fyrrverandi hermenn (e. Veteran’s Memorial Preservation Act).

Forsetinn segir einnig frá því að skipunin eigi að gilda afturvirkt þannig að hægt verði að handtaka þá sem áður hafi gerst sekir um skemmdarverk á styttum.

Trump lætur orðin falla í kjölfar þess að skemmdir hafi verið unnar á fjölda stytta þrælahaldara fyrri tíma. Umræðan um stytturnar hefur farið á fullt vegna Black Lives Matter-mótmæla víðs vegar um Bandaríkín, sem spruttu upp í kjölfar dauða George Floyd í Minneapolis fyrir um mánuði.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×