Innlent

Kynna nýja út­gáfu að­gerða­á­ætlunar í lofts­lags­málum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/vilhelm

Forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu að Arnarhvoli klukkan 14:30 í dag til að kynna nýja útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. 

Fundinum verður streymt beint hér á Vísi. Þá verður einnig fylgst með honum í beinni textalýsingu.  

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030 var gefin út í september 2018 og fram kom strax í upphafi að hún yrði uppfærð. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu er margt nýtt að finna í nýju útgáfu áætlunarinnar sem kynnt verður í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×